Megin efnisþættir áfangans eru erfðafræði mannsins, erfðatækni og líftækni. Byrjað er á að fara yfir grunnleggjandi þætti innan Mendelskrar erfðafræði ásamt frumuhring, frumuskiptingum og því helsta innan erfðafræði manna. Þar næst er farið ítarlega í sameindaerfðafræði þar sem fjallað er um gerð litninga, eftirmyndun, umritun og þýðingu erfðaefnis ásamt helstu gerðum stökkbreytinga. Helstu þættir erfðatækninnar eru kynntir eru fyrir nemendum og farið er í plöntu- og líftækni í kjölfarið. Að lokum er farið í nokkra algenga erfðasjúkdóma manna, orsakir þeirra, tíðni og einkenni.
LÍFF1GL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum innan Mendelskrar erfðafræði
helstu stigum frumuhringsins
erfðafræði manna og annarra tvílitna lífvera
helstu stigum jafnskiptingar (mítósu) og rýriskiptingar (meiósu)
gerð erfðaefnis í heilkjörnungum og dreifkjörnungum
eftirmyndun, umritun og þýðingu heilkjörnunga
helstu gerðum stökkbreytinga í mönnum
helstu aðferðum innan erfðatækninnar
því helsta innan líftækni plantna og dýra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota hnitmiðað ýmis grunnhugtök innan erfðafræðinnar
þekkja hvað gerist innan hvers stigs í frumuhringnum
teikna og skýra hvern fasa hvorrar frumuskiptingar
teikna byggingu RNA og DNA
teikna eftirmyndunar-, umritunar- og þýðingarferli
öðlast innsýn í hvenær tiltekin erfðatækni er notuð
þekkja bæði neikvæðar og jákvæðar hliðar á notkun erfðatækni í plöntu- og dýraiðnaði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita til skýringar ýmsum grunnhugtökum innan erfðafræðinnar og nota kunnáttu sína í útreikning á ýmsum erfðaþáttum tvílitna lífvera
staðsetja tiltekna frumu í ákveðinn fasa innan frumuhringsins
geta útskýrt ítarlega mismunandi útkomu frumuskiptinga
geta útskýrt hagræðingu erfðaefnisins í heilkjarna og dreifkjarna lífverum
sjá samhengi á milli villa í eftirmyndunar- og umritunarferlum og gerða stökkbreytinga
sýna gagnrýni er varðar notkun og takmörkun erfðatækninnar
geta beitt gagnrýninni hugsun sem byggð er á ígrunduðum rökum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.