Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475226118.07

    Íþróttaakdemía - Næring, heilsa og íþróttir
    ÍÞAK1NÍ05
    2
    Íþróttaakademía
    Næring, heilsa og íþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er verklegur og bóklegur og ætlaður nemendum sem stunda íþróttgrein/ar að jafnaði og þeim sem hafa áhuga á líkams- og heilsurækt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringafræðinnar og samspili næringar, heilsu og íþróttaiðkunar. Farið verður yfir mikilvægi þess að velja réttu fæðu sem lið í markvissum undirbúningi fyrir hvers konar æfingar og keppni og hvernig það getur haft áhrif á afreksgetu og árangur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum í næringarfræði
    • samspili næringar og heilsu
    • helstu orkuefnum fæðunnar
    • mikilvægi góðrar næringar og árangurs í íþróttum
    • hlutverk fæðubótarefna sem hluta af fæðuinntöku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta eigin orkuþörf yfir ákveðinn tíma
    • tímasetja eigin máltíðir fyrir æfingar
    • tímasetningu vatnsinntöku á æfingum
    • setja saman matseðla þar sem hollusta og næringargildi er haft að leiðarljósi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta eigin neysluvenjur
    • tímasetja máltíðir og vatnsinntöku rétt
    • velja sem besta næringu hverju sinni
    • meta samspil orkuþarfar og orkuneyslu og geta brugðist við ef þeirra jafnvægi raskast
    • meta þörf fyrir neyslu fæðubótarefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá