Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475232241.35

    Heildun fyrir raungreinabraut
    STÆR3HX07(MA)
    37
    stærðfræði
    Heildun fyrir raungreinabraut
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    MA
    Helstu efnisþættir eru afleiður ýmissa falla, hagnýting diffurreiknings, diffur, óákveðið heildi, flatarmál, heildanleiki, ákveðið heildi, heildunaraðferðir, rúmmál snúða, fyrsta stigs diffurjöfnur, runur og raðir og talningarfræði. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
    STÆR3FX07
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • afleiðum ýmissa falla
    • staðbundnum útgildum og beygjuskilum
    • diffurhugtakinu og línulegum nálgunum
    • stofnföllum helstu falla
    • bútun og undir- og yfirsummum
    • óákveðnum og ákveðnum heildum
    • tengslum ákveðins heildis við flatarmál
    • innsetningaraðferðum og hlutheildun
    • stofnbrotsliðun ræðra falla
    • línulegum diffurjöfnum af fyrsta stigi og diffurjöfnum með aðskiljanlegum breytistærðum
    • hagnýtingu diffurjafna
    • þrepun
    • runum, röðum og hlutsummurunum
    • mismuna- og kvótarunum
    • skúffu- og margföldunarreglunum, umröðunum, samantektum og tvíliðureglu
    • meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins
    • skilgreiningum helstu hugtaka og sönnunum reglna í námsefninu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • diffra ýmis föll
    • gera formerkjamyndir og lesa úr þeim
    • rannsaka ferla falla
    • finna línulega nálgun falls í punkti
    • nota óbeina diffrun til að finna diffurkvóta
    • finna stofnföll ýmissa falla
    • finna yfir- og undirsummur með bútun
    • finna flatarmál með heildun
    • heilda
    • finna rúmmál snúða sem snúið er um láréttar línur
    • leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi
    • byggja upp þrepasannanir
    • vinna með runur, raðir og hlutsummurunur
    • nota talningarfræðireglur
    • nota tvíliðuregluna
    • setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausn yrtra verkefna
    • leysa þrautir með skipulegum leitaraðferðum og uppsetningu jafna
    • klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
    • fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    • geti beitt einföldum samsettum röksemdum
    • geti rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun
    • geti byggt upp einfaldar eigin sannanir
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.