Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu frönskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans. Í áfanganum eru gerðar auknar kröfur til sjálfstæðra vinnubragða nemandans.
Franska 1
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
nokkrum helstu grunnatriðum fransks málkerfis og þeirri málfræði sem nauðsynleg eru til að ná hæfnimarkmiðum áfangans
menningu og siðum í frönskumælandi löndum
einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum
skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli þegar talað er hægt og skýrt
skilja þegar sagt er frá daglegu lífi, atburðum, tilfinningum og óskum
geta spurt og svarað einföldum spurningum um liðna atburði
geta aflað sér einfaldra og hagnýtra upplýsinga
skrifa einfaldan texta um málefni sem nemandinn þekkir
skrifa einföld persónuleg bréf
lýsa reynslu eða skoðun sinni og tjá tilfinningar sínar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fara eftir leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum
greina lykilatriði í stuttum rauntextum
geta tjáð sig á einfaldan hátt um tilfinningar og viðhorf
geta sagt einfalda sögu og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
takast á við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samtarfi við aðra
meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum
þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönskunámi.
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.