Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475492583.8

    Þýska 1
    ÞÝSK1AA05(MA)
    17
    þýska
    Byrjunaráfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    MA
    Áfanginn er byrjunaráfangi og megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti Þýskalands, Sviss og Austurríkis og kynnast samskiptavenjum og siðum í samanburði við Ísland. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinka sér árangursríka námstækni.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum þýska málkerfisins
    • framburðarreglum og tónfalli
    • þýskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist honum, umhverfi hans og áhugamálum
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fyllt út einföld eyðublöð, skrifað póstkort o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • rita þýsku á einfaldan hátt eftir því sem við á hverju sinni
    • taka þátt í einföldum samræðum um kunnugleg efni
    • tileinka sér meginefni í einföldum textum um daglegt líf og atburði og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • átta sig á meginmun á samskiptavenjum og siðum á Íslandi og í þýskumælandi löndum
    • leysa úr viðfangsefnum áfangans, einn eða í samstarfi við aðra
    • meta eigið vinnuframlag og framfarir í málinu
    • nota kunnáttu sína sér til gagns og ánægju og hafa löngun til að læra meira
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.