Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda. Þekkingu á staðháttum og siðum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun og jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný og flóknari málfræðiatriði eru tekin fyrir. Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námtækni.
ÞÝSK1BB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mannlífi, menningu og siðum í þýskumælandi löndum
samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná hæfnimarkmiðum áfangans
grundvallarþáttum þýska málkerfisins
formgerð og uppbyggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri þegar rætt er um almenn efni og talað er skýrt og áheyrilega
fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum
greina aðalatriði í blaðagreinum og textum um almennt og sérhæfðara efni sem tengist áhugasviði hans
afla sér upplýsinga, t.d. með skimun lengri texta og lestri bæklinga, bréfa, dagblaða, upplýsinga á netinu o.fl.
segja frá og ræða við aðra um daglegt líf sitt, liðna atburði og áform
halda stutta kynningu á fyrirfram undirbúnu efni
skrifa samfelldan texta um ýmis efni s.s. endurminningu eða framtíðaráform
skrifa stöðluð bréf þar sem hann veitir eða biður um nákvæmar upplýsingar (t.d. svara auglýsingu eða sækja um vinnu)
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta á og fara eftir leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum og bregðast rétt við
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum um kunnuglegt efni úr fjölmiðlum og myndmiðlum
tileinka sér aðalatriðin í fjölbreyttum textum og geta dregið ályktanir af því sem hann les
takast á við tilteknar aðstæður í samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi
miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
útskýra ákvarðanir og fyrirætlanir og rökstyðja mál sitt á einfaldan hátt
hagnýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á í ræðu og riti
skipuleggja nám í áfanganum og námsaðferðir við hæfi
meta eigið vinnuframlag og framfarir í þýskunáminu
sýna aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.