Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475495218.84

    Fornbókmenntir, ritun og málnotkun
    ÍSLE3FR05(MA)
    34
    íslenska
    fornbókmenntir, ritun og málnotkun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Meginefni áfangans eru bókmenntir fyrri alda, bókmenntasaga og textar úr rótum íslenskrar menningar. Haldið verður áfram að þjálfa ritun með smærri og stærri textum. Fjallað verður um íslenskt mál fyrr og nú og tengsl okkar við fornmenningu í gegnum menningararfinn. Þá verður borin saman forn sagnaritun og nútímaverk um fornsögulegt efni og jafnframt rýnt í merkingu orða og málsnið fyrr og síðar. Nemendur hljóta ennfremur áframhaldandi þjálfun í að flytja mál sitt munnlega. Þá verður áhersla lögð á vinnu með heimildir, ýmist á vef með upplýsingatækni eða á bókum á bókasafni.
    ÍSLE2MÁ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritgerðarsmíð og heimildavinnu
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
    • öllum helstu bókmenntahugtökum, mismunandi tegundum bókmennta og tímabilum í íslenskum bókmenntum fyrri alda
    • helstu atriðum íslenskrar bókmenntasögu á miðöldum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rita heimildaritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    • ganga frá heimildaritgerðum og hvers kyns texta og að nýta sér uppbyggilega gagnrýni
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
    • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
    • flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á efni áfangans
    • lesa sér til gagns og gamans texta frá fyrri öldum, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður
    • tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni og sköpunarhæfni í ræðu og riti
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.