Viðfangsefni áfangans eru íslenskir bókmenntatextar og bókmenntasaga frá 1900 til okkar daga auk þýðinga og ritunar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist bókmenntum tímabilsins frá ýmsum sjónarhornum og geti sett þær í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum, bæði hérlendis og erlendis. Nemendur lesa a.m.k. eina skáldsögu, smásögur og greinar sem þeir vinna úr á markvissan hátt en hér er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum. Skrifuð er ritgerð og unnið að fjölbreyttum þýðingum. Farið er í leikhús og viðburðir í menningarlífi nærsamfélagsins nýttir.
ÍSLE3FR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ritgerðarsmíð og úrvinnslu heimilda
orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskra bókmennta
helstu einkennum íslensks máls sem nýtist í ræðu, riti og þýðingum
helstu aðferðum við að þýða úr erlendu máli yfir á íslensku
mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta, öllum helstu bókmenntahugtökum og bókmenntastefnum 20. og 21. aldar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrifa ritgerðir og greinar þar sem hann beitir gagnrýnni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
skilja og nota algeng stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í máli sínu
lesa og greina ólíka texta frá ýmsum tímum
greina mismunandi sjónarmið
þýða fjölbreytta texta úr erlendu máli
standa fyrir máli sínu í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðmælendum
beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
öðlast skilning á samfélagslegum skírskotunum og hlutverki bókmennta
tjá rökstudda afstöðu, taka þátt í málefnalegum umræðum og samstarfi
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.