Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475496033.78

    Saga fornaldar og miðalda
    SAGA2FM05(MA)
    17
    saga
    fornöld, miðöld
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Áfanginn er fyrsti söguáfangi nemenda á félagsgreinabraut og mála- og menningarbraut. Fjallað verður um grunnþætti og verklag sögunnar sem fræðigreinar og námsgreinar. Saga mannkyns frá upphafi sögulegs tíma verður rakin fram að frönsku byltingunni 1789 og aðaláhersla lögð á sögu Vesturlanda. Saga Íslands verður rakin samhliða mannkynssögunni.
    Menningarlæsi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hinum samfellda sögulega tíma
    • aðalatriðum í sögu Vesturlanda
    • stoðum vestrænnar menningar
    • upphafi fræða, vísinda og stjórnmála
    • helstu atburðum og persónum í sögu Vesturlanda
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina orsakir og afleiðingar sögulegra atburða
    • afla sér heimilda um tiltekin viðfangsefni sögunnar
    • lýsa samskiptum ríkja og þjóðfélagshópa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman nútíð og fortíð
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda, frásagna og sögulegra skýringa
    • draga lærdóm af sögulegum mistökum
    • skilja hvernig nútímasamfélög byggjast á fortíðinni
    • lesa og túlka kort, myndir og texta
    • fjalla um söguleg viðfangsefni með viðurkenndum aðferðum og kynna niðurstöður sínar á skipulegan hátt í ræðu og riti
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.