Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475508335.8

    Byrjunaráfangi í sögu
    SAGA2SÖ05(MA)
    18
    saga
    Byrjunaráfangi í sögu
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Hér er um að ræða söguáfanga fyrir raungreina- og náttúrufræðibrautir. Fjallað verður um grunnþætti og verklag sögunnar sem fræðigreinar og námsgreinar. Mannkyns- og Íslandssaga verður rakin frá upphafi til líðandi stundar. Reynt verður að varpa ljósi á þá samfélagsþróun sem orðið hefur á sviði stjórnmála, búsetu, atvinnu- og efnahagslífs, aðallega í vestrænum samfélögum.
    Menningarlæsi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu aðferðum sögu sem fræðigreinar og námsgreinar
    • upphafi fræða, vísinda og stjórnmála
    • sögu Vesturlanda í grófum dráttum
    • helstu persónum sem hafa mótað söguna
    • helstu atburðum sem hafa haft áhrif á þróun samfélaga
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina orsakir og afleiðingar sögulegra atburða
    • afla sér heimilda um tiltekin viðfangsefni sögunnar
    • lýsa samskiptum ríkja og þjóðfélagshópa
    • lesa sagnfræðilega texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman nútíð og fortíð
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda, frásagna og sögulegra skýringa
    • draga lærdóm af sögulegum mistökum
    • skilja hvernig nútímasamfélög byggjast á fortíðinni
    • lesa og túlka kort, myndir og texta
    • afla sér upplýsinga með margvíslegum hætti og í ólíkum upplýsingamiðlum
    • stunda sjálfstæð og fræðileg vinnubrögð við umfjöllun sögulegra viðfangsefna
    • tengja sögu við aðrar fræðigreinar
    • fjalla um söguleg viðfangsefni með viðurkenndum aðferðum og kynna niðurstöður sínar á skipulegan hátt í ræðu og riti, t.d. í ritgerð og/eða fyrirlestri
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.