Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475509385.39

    Lokaverkefni á mála- og menningarbraut
    LOKA3LM04(MA)
    7
    lokaverkefni
    Lokaverkefni á mála- og menningarbraut
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    MA
    Áfanginn er lokaverkefnisáfangi á málabraut þar sem nemendur vinna alla önnina, undir leiðsögn kennara, að verkefni sem þeir hafa valið. Nemendur fá þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við úrvinnslu lokaverkefna. Þeir vinna undir leiðsögn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Verkefnið skiptist í skapandi hluta og fræðilegan hluta. Nemendur velja á hvaða tungumáli þeir ætla að vinna skapandi hlutann. Fræðilegi hlutinn er ritgerð sem unnin er á íslensku út frá rannsóknarspurningu sem nemandi hefur ákveðið í samráði við kennara. Í stað þess að vinna skapandi og fræðilegan hluta má einnig vinna eingöngu að rannsóknarritgerð. Haldin er ráðstefna í loka annar þar sem nemendur kynna verkefni sín.
    MENN2TU04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta táð skoðanir sínar og rökstutt þær
    • ritgerðarsmíð og heimildavinnu og getur beitt þeirri þekkingu þar sem við á
    • helstu hugtökum sem tengjast gerð heimildaritgerða
    • orðaforða og þekkingu í erlendu tungumáli sem nýtist til frekara náms eða í tengslum við sérþekkingu, krefjist hún þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fræðileg vinnubrögð við ritgerðarsmíð
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt
    • skipuleggja vinnuferli og beita viðeigandi aðferðum á gagnrýninn hátt við úrvinnslu efnis
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
    • nota fjölbreyttar aðferðir við að leysa ýmis viðfangsefni
    • skipuleggja vinnutíma sinn og meta eigið vinnuframlag
    • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra verkefna
    • nýta þá hæfni sem hann býr yfir til frekara náms
    • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
    vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi