Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475509598.56

    Ljóðlist og bókmenntasaga
    ÍSLE3LB05(MA)
    37
    íslenska
    Ljóðlist og bókmenntasaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Áfanginn er tvískiptur: Í fyrri hlutanum verður stiklað á stóru í íslenskri bókmenntasögu frá síðmiðöldum allt fram til 1900. Rýnt verður í inntak og form bókmennta og áhersla er lögð á ritun hvers konar, ekki síst frumsamda texta. Í seinni hlutanum munu nemendur lesa íslensk ljóð og þýdd frá öllum tímum með það fyrir augum að skilja mikilvægi þeirra í menningu þjóðarinnar. Lögð er áhersla á að þeir geti sett ljóðin í sögulegt samhengi og greint með hugtökum bókmennta- og bragfræði. Áhersla verður lögð á sköpun, að nemendur geti sett saman rétt kveðnar vísur og samið ljóð út frá eigin áhugasviði. Eins verður ljóðaflutningur tekinn til umfjöllunar og nemendur fá þjálfun í ljóðalestri. Hugtakið ljóð verður notað í víðum skilningi um persónulega, lýríska tjáningu sem spannar allt svið ljóðlistar frá trúarlegum ljóðum til dægurlaga og rapps.
    ÍSLE3FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu verkum lærdómsaldar með áherslu á Hallgrím Pétursson
    • boðskap upplýsingarmanna með áherslu á Eggert Ólafsson
    • áhrifum rómantíkur með áherslu á Jónas Hallgrímsson
    • ólíkum gerðum ljóða að fornu og nýju
    • bókmennta- og bragfræðihugtökum
    • sögulegum bakgrunni ljóða og höfunda
    • hvernig orðaforði og málfar hefur þróast í kveðskap
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að skilja og nota bókmennta- og bragfræðihugtök
    • að flytja bundinn og óbundinn kveðskap
    • að skilja ljóð frá öllum tímum
    • greina efni og form ljóða og tengja við tímabil
    • fjalla um bókmenntir í sögulegu samhengi
    • gera grein fyrir einkennum bókmennta í ræðu og riti
    • vinna með texta frá mismunandi tímum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja saman vísur og semja ljóð
    • að túlka ljóð og setja í menningarlegt samhengi
    • að skrifa vandaðan texta um ljóð og höfunda
    • fjalla um og skilja helstu bókmenntaverk Íslendinga frá fyrri tíð
    • skrifa vandaðar ritgerðir með fjölbreyttum stílbrögðum
    • halda fyrirlestra og ræður á góðu íslensku máli og af öryggi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.