Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476270422.95

    Tjáning
    ÍSLE1TM05(16)
    44
    íslenska
    málskilningur, tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    16
    Í áfanganum er unnið með alla þætti íslenskunnar með sérstakri áherslu á tjáningu. Unnið er að því að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Megin áhersla er lögð á að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur búa þegar að. Ýmsum kennsluaðferðum og námsmatsþáttum er beitt, s.s. umræðum í litlum og/eða stórum hópum, framsagnarverkefnum, hugtakaverkefnum og fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að því að styrkja sjálfstraust nemenda. Notast er við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samskiptaleið sem hentar viðkomandi
    • skoðanafrelsi og/eða tjáningarfrelsi einstaklinga
    • mikilvægi þess að láta skoðanir sínar í ljós og hlusta á sjónarmið annarra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig fyrir framan nemendahópinn
    • virða skoðanir annarra
    • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
    • leggja mat á eigin verkefni og/eða frammistöðu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um styrkleika sína
    • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • bera virðingu fyrir skoðunum annarra
    • kynna sjálfan sig með fullu nafni og svara spurningum um fyrirfram ákveðið viðfangsefni
    • bíða eftir að röðin komi að honum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.