Í áfanganum er unnið með ensku í gegnum tónlist og dægurlagatexta. Áhersla er lögð á klassíska tónlist, popp- og rokktónlist í bland við það sem er vinsælast hverju sinni. Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér hvað textaskáldið er að segja í textunum. Nemendur bæta þannig jafnt og þétt við orðaforða og hugtakaskilning sinn.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvaða sögu textaskáldin eru að miðla hverju sinni
því að oft má tengja saman áhugamál og nám
sköpun í formi ljóðagerðar og textasmíðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta á og vinna með mismunandi texta og ljóð
virða tónlistarsmekk annarra
átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi tegund tónlistar
taka þátt í umræðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
efla orðaforða sinn
átta sig á að margir textar hafa ákveðinn boðskap
spyrja spurninga og hlusta á það sem aðrir hafa áhuga á
láta skoðanir sínar í ljós.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.