Í áfanganum er unnið með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna meðferð peninga, verðgildi þeirra og tímatal. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvar og hvenær stærðfræði kemur við sögu í daglegu lífi
gildi peninga
fjölbreytileika verslana
verðgildi hinna ýmsu hluta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér stærðfræðikunnáttu sína í daglegu lífi
kanna hvað hlutir kosta í verslunum og á neti
fylgja dagsskipulagi
fylgja tímaáætlun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í stærðfræðilegum athöfnum daglegs lífs
átta sig á tíma- og dagsetningum
nýta stærðfræðikunnáttu sína þegar hann verslar
nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.