Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476284403.83

    Tölvustýrðar iðnvélar
    TSVÉ2VN03
    1
    Tölvustýrðar vélar
    notkun, umgengi, virkni, öryggisatriði
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Nemendur öðlast grunnþekkingu á virkni og notkun tölvustýrðra iðnaðarvéla. Þeir kynnast öllum öryggisatriðum í umgengni við slíkar vélar. Nemendur geta smíðað grip samkvæmt teikningu í tölvustýrðri iðnaðarvél (rennibekk, fræsivél, skurðarvél, suðuþjark eða beygjuvél). Nemendur fá innsýn í helstu forrit sem notuð eru og leysa einföld verkefni.
    IÐNT2AC05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum tölvustýrðra málmvinnsluvéla
    • helstu forritum sem slíkar vélar byggja virkni sína á
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita tölvustýrðum vélum við smíði hluta úr málmi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér þá möguleika sem tölvustýrðar vélar bjóða upp á við lausn viðfangsefna sem starfið snýst um að leysa
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.