Í áfanganum er áhersla lögð á fjármálalæsi í víðu samhengi. Farið verður yfir helstu persónulegu útgjöld í lífi ungs fólks, heimilisbókhald og gildi þess að halda utan um eigin fjármál. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi réttinda og skyldna neytenda
mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur
hvernig nýta megi greiðslukort
því að stundum þarf að forgangsraða í fjármálum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa á launaseðil eða tryggingaryfirlit
byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
standa við þær skuldbindingar sem viðkomandi hefur gert.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
halda utan um eigin fjármál að öllu eða einhverju leyti
átta sig á tengingunni milli réttinda og skyldna.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.