Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476349898.65

    Framkoma og hreinlæti
    LÍFS1FH05(11)
    31
    lífsleikni
    Framkoma og hreinlæti
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    11
    Í áfanganum er fjallað um viðeigandi framkomu og snyrtimennsku til að nemanda líði sem best í daglegu lífi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að viðeigandi framkoma og snyrtimennska leiðir til fleiri tækifæra til dæmis varðandi vinsældir í hópi
    • að viðeigandi framkoma og snyrtimennska veitir meiri líkur á tækifærum á sviði tómstunda, náms og vinnu
    • að hreinlæti er nauðsynlegt
    • að skortur á hreinlæti getur valdið sjúkdómum, vondri lykt eða öðrum óþægilegum kvillum
    • að viðeigandi klæðnaður er mikilvægur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sig
    • heilsa á viðeigandi hátt
    • svara þegar á hann er yrt
    • bíða eftir að röðin komi að honum
    • hagræða fötum og velja viðeigandi klæðnað
    • nota viðeigandi snyrtivörur
    • nota tannbursta og tannkrem
    • þvo hendur og líkama.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • temja sér viðeigandi framkomu
    • sinna eigin hreinlæti
    • vita hvaða klæðnaður hentar hverju sinni.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.