Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476438465.82

    Tómstundir
    LÍFS1TÓ05(15)
    35
    lífsleikni
    Tómstundir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    15
    Í áfanganum eru ýmsir flokkar tómstunda skoðaðar og kynntir. Fjallað er um fjölbreytileika tómstunda og hvernig hægt er að nota þær í þeim tilgangi að gefa lífinu enn meira gildi. Skoðaðar eru tómstundir sem stundaðar eru úti og inni, tómstundir í skóla, starfi, heima við og í lífinu almennt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því að til eru fjölbreyttar tómstundir
    • því að tómstundir geta verið ánægjulegar og hægt er að velja tómstundir við hæfi
    • því að tómstundir geta verið einungis til afþreyingar en líka haft menntunarlegt gildi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja tómstundir sem hentar honum
    • stunda samviskusamlega þær tómstundir sem valdar hafa verið.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa yfirsýn yfir fjölbreyttar tómstundir
    • meta og velja tómstundir með hliðsjón af áhugasviði og hæfni
    • skoða fordómalaust ný svið tómstunda.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.