Í áfanganum er fjallað um nemendasvæði í skólanum, merkingar og táknmyndir, reglur á gönguleiðum og reglur varðandi almenna umferð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ákveðnum svæðum í skólanum og hlutverki þeirra
því að skilaboð felast í merkingum
ýmsum reglum varðandi umferli
bókasafni skólans, salernum og félagsaðstöðu
táknmyndum og merkingu þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja hópi í gönguferð (ef líkamlegt ástand leyfir)
ganga ákveðna vegalengd (ef líkamlegt ástand leyfir)
nota almennar samgöngur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sækja ákveðna staði innan skólans og nýta sér þjónustu þeirra
skilja merkingar og táknmyndir í sem víðustu samhengi og tileinka sér skilaboð þeirra
fara eftir almennum umferðarreglum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.