Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476439157.53

    Sjálfsmynd
    LÍFS1SU05(17)
    37
    lífsleikni
    Sjálfsmynd
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    17
    Í áfanganum er leitast við að styrkja nemandann bæði sem einstakling og námsmann og efla virkni hans í hópnum. Lögð er áhersla á að styrkja samkennd nemanda, efla tjáningarhæfni, sjálfstraust og öryggiskennd hans í skóla og utan. Fjallað er um mikilvægi þess að taka ábyrgð á náminu, hegðun, mætingu, neyslumynstri, fjármálum og almennri samfélagsþátttöku. Nemandinn heldur dagbók þar sem hann skrásetur og leggur mat á það sem gert er í lífsleikni. Einnig á nemandinn að vera með námsmöppur þar sem öllum verkefnum er safnað saman.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
    • mikilvægi sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar í lýðræðissamfélagi
    • því að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
    • eigin tilfinningum og skoðunum
    • hugtakinu læsi í víðu samhengi
    • mikilvægi tjáningar og hlustunar
    • ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
    • mismunandi tjáskiptaleiðum
    • tilfinningum sínum og styrkleikum
    • athöfnum daglegs lífs.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með öðrum
    • taka tillit til annarra
    • sýna samkennd
    • taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
    • nýta sér upplýsingar úr umhverfinu
    • tjá sig fyrir framan aðra
    • virða skoðanir annarra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um styrkleika sína
    • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • tileinka sér jákvætt hugarfar
    • nýta styrkleika sína á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
    • nýta sér læsi í víðu samhengi
    • tjá eigin skoðanir
    • lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
    • skilja orð og hugtök sem tengjast tilfinningum sínum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.