Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476443209.35

    Íþróttir
    ÍÞRÓ1SB04(15)
    27
    íþróttir
    Íþróttir á starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    15
    Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að stunda ýmiss konar íþróttir eftir því sem hentar áhuga og getu hvers og eins nemanda. Hér má til dæmis nefna sund og göngutúra. Nemendur fá jafnframt almenna fræðslu um heilsusamlegan lífsstíl þar sem m.a. er fjallað um hreyfingu, mataræði, svefn og áhrif þessara þátta á líkamlega og andlega heilsu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum ávinningi af heilbrigðum lífsstíl
    • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshópi
    • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og mikilvægi niðurlags eftir áreynslu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum
    • heilbrigðum svefnvenjum fyrir sinn aldurshóp
    • heilsusamlegu mataræði
    • lífsstílstengdum atriðum sem hafa jákvæð áhrif á andlega líðan.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum æfingum sem henta áhuga hans og getu
    • skipuleggja eigin hreyfingu
    • setja sér markmið í tengslum við hreyfingu, mataræði, svefnvenjur og andlega líðan.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • viðhalda eða bæta eigin heilsu
    • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf sitt
    • gera sér grein fyrir mikilvægi heilbrigðra svefnvenja, hreyfingar og góðs mataræðis á andlega og líkamlega heilsu.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Sérstök áhersla er lögð á virkni nemenda í kennslustundum.