Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476443622.19

    Norðausturland
    SMFÉ1NA05(11)
    9
    samfélagsfræði
    Norðausturland
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    11
    Í áfanganum er unnið með Norðausturland í víðu samhengi. Lögð er áhersla á að skoða hvað sveitarfélögin á svæðinu eiga sameiginlegt og hvaða þættir eru ólíkir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nöfnum bæjarfélaga á Norðausturlandi
    • fjölda íbúa á hverjum stað
    • helstu kennileitum bæjarfélaganna
    • helstu ferðamannastöðum á Norðausturlandi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
    • nefna og aðgreina bæjarfélög á Norðausturlandi
    • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
    • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
    • beita mismunandi aðferðum í vinnuferlinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tala um og/eða ferðast um Norðausturland
    • taka eftir ólíkum viðfangsefnum
    • greina á milli aðal- og aukaatriða
    • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
    • tjá eigin skoðanir.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu.