Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476698182.57

    Atvinnuþátttaka
    STAR1AÞ05(11)
    21
    starfsnám
    Atvinnuþátttaka
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    11
    Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur kynni sér ýmis störf og mismunandi vinnustaði. Námið felur í sér að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Starfsnám getur farið fram í skólanum og úti á vinnustöðum. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nemendur oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður skýrari.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum vinnustöðum
    • mikilvægi þjálfunar og undirbúnings áður en farið er út á vettvang
    • mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
    • þeim hættum sem geta verið í starfsumhverfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fjölbreyttu verklagi
    • vinna eftir skipulagi
    • mæta til vinnu á réttum tíma
    • fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
    • fylgja samskiptareglum á vinnustað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • vinna verkefni sjálfstætt eða eftir leiðsögn
    • hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til þess að takast á við ný verkefni
    • biðja um aðstoð ef þess þarf
    • tilheyra starfsmannahópi.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.