Í áfanganum þjálfast nemendur í að taka þátt í atvinnulífinu og fá fræðslu um réttindi og skyldur launþega. Kennsla fer fram í skóla og úti á vinnustöðum. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nemendur oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður skýrari.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum vinnustöðum
mismunandi launakjörum í samræmi við starfshlutfall og ráðningarsamninga
mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
því að öllum réttindum fylgja ákveðnar skyldur.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nálgast launaseðla í gegnum tölvu, s.s. í heimabanka
lesa launaseðla
fylgja þeim skyldum sem krafa er gerð um á vinnustöðum
vera meðvitaður um eigin réttindi á vinnumarkaði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í atvinnulífinu
hafa yfirsýn yfir réttindi og skyldur launþega á Íslandi
geta nýtt sér upplýsingar sem koma fram á launaseðli
taka þátt í umræðum um réttindi og skyldur á vinnustöðum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.