Í áfanganum er áhersla lögð á að efla þekkingu nemenda á mismunandi starfsheitum. Einnig eru kynntar ýmsar atvinnugreinar og nemendum gefið tækifæri til að máta sig við þær, miðla eigin reynslu og fá upplýsingar um mismunandi starfsheiti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum starfsheitum
fjölbreyttum vinnustöðum
mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja viðeigandi starfsheiti við vinnustaði
taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti
sækja sér upplýsingar um ný og framandi starfsheiti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felast
átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggur að baki ýmsum starfsheitum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.