Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476703866.54

    Starfsferill
    STAR1ST05(15)
    25
    starfsnám
    Starfsferill
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    15
    Í áfanganum kynnast nemendur helstu fyrirtækjum í nærsamfélaginu og þeim möguleikum sem þau bjóða upp á með tilliti til atvinnuþátttöku. Nemendur fá kynningu á helstu reglum (skrifuðum sem óskrifuðum) sem gilda á vinnustöðum og farið er yfir almenn samskipti á vinnustað. Nemendur fá fræðslu um réttindi og skyldur starfsmanna á almennum vinnumarkaði og farið er yfir almenna öryggis- og hollustuhætti á vinnustöðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • atvinnutækifærum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu
    • þeim atriðum sem taka ber tillit til við starfsval
    • tilgangi starfa og mikilvægi þeirra í tengslum við önnur störf
    • eigin styrkleikum og mikilvægi góðra samskipta
    • reglum, öryggi og hollustuháttum á almennum vinnustöðum
    • réttindum og skyldum launþega.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka atvinnufyrirtæki eftir eðli þeirra
    • meta eigin kunnáttu og reynslu með tilliti til starfsvals
    • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum, t.d. að mæta á réttum tíma til vinnu
    • taka þátt í samræðum, bera virðingu fyrir skoðunum annarra og sýna umburðarlyndi
    • þekkja réttindi sín og skyldur sem launþegi
    • meta hættur í vinnuumhverfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • velja sér starfsvettvang
    • vera ábyrgur starfsmaður
    • gera sér grein fyrir samhengi milli atvinnugreina
    • vera hæfur til samvinnu
    • nýta sér hlífðarbúnað og hjálpartæki á vinnustað og forðast hættur.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.