Námið í áfanganum er að hluta til bóklegt og að hluta til fer það fram í vettvangsferðum. Fjallað er um samskiptareglur, öryggis- og umhverfismál, réttindi og skyldur og hættur í umhverfinu. Í vettvangsferðum kynnast nemendur helstu atvinnutækifærum í nærsamfélaginu og þeim möguleikum sem í þeim felast m.t.t. atvinnuþátttöku.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum vinnustöðum í nærumhverfinu
tilgangi starfs og mikilvægi þess í tengslum við önnur störf
viðeigandi framkomu í vettvangsferðum
hættum sem geta verið í starfsumhverfinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fara í vettvangsferðir og kynna sér sérsvið hvers staðar
sækja sér upplýsingar um nýja og framandi vinnustaði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja mismunandi vettvangsstaði og átta sig á hlutverkum þeirra
átta sig á mikilvægi þess að mæta stundvíslega
fara í vettvangsferðir út frá námslegum markmiðum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.