Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476704495.59

    Vettvangsferðir
    STAR1VF05(17)
    27
    starfsnám
    Vettvangsferðir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    17
    Námið í áfanganum er að hluta til bóklegt og að hluta til fer það fram í vettvangsferðum. Fjallað er um samskiptareglur, öryggis- og umhverfismál, réttindi og skyldur og hættur í umhverfinu. Í vettvangsferðum kynnast nemendur helstu atvinnutækifærum í nærsamfélaginu og þeim möguleikum sem í þeim felast m.t.t. atvinnuþátttöku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum vinnustöðum í nærumhverfinu
    • tilgangi starfs og mikilvægi þess í tengslum við önnur störf
    • viðeigandi framkomu í vettvangsferðum
    • hættum sem geta verið í starfsumhverfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fara í vettvangsferðir og kynna sér sérsvið hvers staðar
    • sækja sér upplýsingar um nýja og framandi vinnustaði.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja mismunandi vettvangsstaði og átta sig á hlutverkum þeirra
    • átta sig á mikilvægi þess að mæta stundvíslega
    • fara í vettvangsferðir út frá námslegum markmiðum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati en í því felst að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Áhersla er lögð á mætingu og ástundun.