Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1476794942.59

    Stafræn ferilmappa
    MARG2FM05
    2
    margmiðlun
    Ferilmappa
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur nái valdi á skapandi leiðum til að vinna með hugmyndir sínar á sjálfstæðan hátt í rafræna ferilbók. Farið er yfir hönnun, innihald og mismunandi form rafrænna ferilmappa sem gerðar eru sérstaklega fyrir Netið. Nemendur gera eigin möppu og koma fyrir á Netinu. Áhersla er lögð á sjálfstæði í vinnubrögðum og eru nemendum falin verkefni til úrlausna og í framhaldi af því skoðaðir mismunandi möguleikar í úrvinnslu og framsetningu. Í tengslum við þessa vinnu ígrunda nemendur hugmyndir sínar, skrásetja verkefni sín og koma þeim á framfæri í rafrænu ferilmöppunum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Algengustu aðferðum og formum til þess að miðla verkum sínum á rafrænu formi á Netinu
    • Kostum og göllum mismunandi aðferða við að setja saman efni á rafrænu formi
    • Hvernig skilvirkast er að koma efni frá sér í rafrænu formi, meðal annars með tilliti til útbreiðslu og áhorfs á Netinu
    • Hvernig útlit og framleiðsla á verkum getur haft áhrif á markaðsetningu
    • Hvernig hægt er að nýta ýmis frí kerfi á vefnum í samhengi við nám sitt, sköpun og framsetningu á eigin verkum
    • Hvernig farið er að því að setja sama stafræna ferilmöppu til að kynna sjálfan sig og verk sín
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skipuleggja og framkvæma eigin hugmynd
    • Gera einfalt skapalón að rafrænni ferilmöppu á textaskjali
    • Taka upp rafrænar myndskrár á einföldu formi
    • Smíða rafræna ferilmöppu með mynd og hljóðskrám, klippa myndskrár, bæta inn texta og hljóðsetja einfaldar myndskrár fyrir Netið
    • Miðla eigin hugmyndum og sköpun á skipulagðan hátt
    • Tileinka sér fjölbreyttar vinnuaðferðir við hugmyndavinnu, s.s. hugmyndasöfnun, skissuvinnu á blað og í tölvu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt er að miðla henni rafrænt á aðgengilegan máta
    • Setja saman í myndvinnsluforriti teikningar, myndir af verkum, verkefnalýsingar, efnisval og annað sem hefur áhrif á vinnuferli og lokaútkomu verks á skipulegan og aðgengilegan máta
    • Geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi höfundarétt
    • Þróa hugmyndavinnu sína sjálfstætt og setja fram á eigin forsendum
    • Tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýnan hátt um eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • Fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.