Byggt er ofan á fyrri þekkingu nemenda á hinum ýmsu teikniforritum auk þess sem notkun laserskera er þjálfuð frekar. Nemendur læra þrívíddarhönnun auk þess sem þeir læra að færa hönnunina úr þrívíðu formi yfir í tvívítt til að vinna verkið í stafrænum fræsara eða leiserskera.
Áhersla er lögð á að vinna með sköpunarkraft nemenda og hafa þeir mikið að segja um val verkefna. Mikil áhersla er lögð á vinnuferli í verkefnum og gerð verklýsinga.
FABL2GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun leiserskera
stafrænum fræsivélum
yfirfærslu úr þrívídd í tvívídd fyrir fræsingu / skurð
þekkingu á algengum samsetningum í stafrænni framleiðslu
getu og takmörkun mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
skrásetningu og miðlun vinnuferlis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota stafrænan tækjabúnað við hönnun og framleiðslu
hanna í þrívídd og flytja í tvívídd fyrir skurð / fræsingu
vinna skissu að frumgerð og kynna fyrir öðrum
framkvæma verkefni frá hugmynd til frumgerðar
velja efni við hæfi hönnunar og tækjabúnaðar
miðla rafrænt skrásetningu vinnuferlis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa og vinna eftir leiðbeiningum
vinna sjálfstætt eftir verkáætlun sem hann gerir sjálfur
útfæra hugmyndir sínar í teikniforritum; tvívíddar eða þrívíddar eftir því sem við á
framleiða frumgerð hugmynda sinna úr efnivið og með stafrænum framleiðslutækjum sem henta viðfangsefninu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.