Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1477043964.86

    Íþróttaakademía - Lífsstíll og íþróttir
    ÍÞAK1LS05
    1
    Íþróttaakademía
    Lífsstíll og íþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er verklegur og bóklegur og ætlaður nemendum sem stunda íþróttgrein/ar að jafnaði og þeim sem hafa áhuga á líkams- og heilsurækt. Í áfanganum er m.a. fjallað um skaðleg áhrif tóbaks, áfengis og vímuefna á líkamann og verða nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og eru hvattir til þess að tengja tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skaðlegum áhrifum áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á líkamann
    • áhrifum lífsstíls á heilsu og álagsjúkdóma
    • forvarnagildi íþrótta, líkams- og heilsuræktar
    • lyfjaeftirlitinu og starfsemi þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja hvaða þættir í eigin lífsstíl hafa áhrif á heilsu
    • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
    • skoða eigin lífsstíl á gagnrýnin hátt og meta hvað sé í lagi og hvað megi betur fara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann
    • nýta sér upplýsingatækni við áætlanagerð í líkams- og heilsurækt
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem varða þjálfun á eigin líkama og heilsu
    • axla ábyrgð á eigin athöfnum sem m.a. felur í sér að taka ábyrga afstöðu til skaðlegum efna sem hafa neikvæð áhrif á líkamann og árangur í íþróttum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá