Efni þessa áfanga er útvíkkun þeirrar aflfræði sem kennd var í EÐLI2AF04 og tekur fyrir flóknari tegundir hreyfingar. Þannig er nú fjallað um tvívíða hreyfingu, svo sem hreyfingu eftir hringferli, einfaldar sveiflur og bylgjur. Einnig eru aflfræði samsettra hluta til skoðunar og fjallað um hverfitregðu og snúningsorku. Ný hugtök og varðveislulögmál eru kynnt til sögunnar sem tengjast skriðþunga og hverfiþunga. Diffrun og heildun er beitt á þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir. Ljósgeislafræði er gerð skil og endurkast, ljósbrot og linsur eru til umfjöllunar. Lögð er áhersla á verklegar æfingar sem tengjast efninu.
STÆR3FX og EÐLI2AF04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hreyfingu í fleti
hraða og hröðun á sveigðri hreyfingu
hugtökunum tregðukerfi og tregðukraftur
notkun vigra til að lýsa tvívíðri hreyfingu
nýtingu á diffrun og heildun við útleiðslur og lausnir á hreyfijöfnum
hringhreyfingu og miðsóknarkrafti
beitingu þyngdarlögmáls Newtons
sambandi þyngdarsviðs og þyngdarkrafts og skilji hringhreyfingu hluta í þyngdarsviði út frá þyngdarlögmálinu
stöðuorku og bindiorku í þyngdarsviði
atlagi og skriðþunga
sambandi skriðþunga við kraftlögmál Newtons
varðveislulögmáli skriðþungans
árekstrum með hjálp skriðþungavarðveislu
hugtakinu massamiðja
skilgreiningu kraftvægis
aflfræði snúnings
jafnvægi
einfaldri sveifluhreyfingu
skilyrði jafnvægis og kunni að reikna út summu samsíða krafta
hverfitregðu hluta og kunni að reikna út hverfitregðu ýmissa einfaldra forma
snúningsorku og hreyfiorku samsettra kerfa
aflfræði snúnings út frá vigurlíkani vægis og hverfiþunga
hverfiþunga og sambandi hans við vægi og þekki varðveislulögmál hverfiþungans
sýndarhreyfingum reikistjarna og lögmálum Keplers um hreyfingar þeirra um sólu
því að setja fram og leysa jöfnur fyrir einfalda, ódempaða sveifluhreyfingu og skilji samband sveiflutímans við kennistærðir slíkrar hreyfingar
helstu einkennum einfaldrar bylgjuhreyfingar
tengslum hegðunar bylgna við eiginleika bylgjuberans
sambandi bylgjuhraða við bylgjulengd og tíðni bylgju
bylgjum í fleti
samliðun bylgna og endurvarpi
staðbylgjum, sérstaklega staðbylgjum á streng og í loftsúlu
hegðun bylgna sem breiðast út í fleti og þá sérstaklega um hugmyndir Huygens um frumbylgjur
lögmálum um endurvarp bylgju og bylgjubrot
samliðun hringbylgna
mælikvörðum fyrir hljóðstyrk og skynstyrk
hegðun ljósgeisla við endurvarp og ljósbrot
þrýstingi
lögmáli Pascals um þrýsting í innilokuðum vökva
hita og hitamælum
kvikfræði gassameinda
gasþrýstingi út frá árekstrakenningu gassameinda
gaslögmálinu
varmafræði
nokkrum gerðum hitamæla og þekki skilgreiningu Kelvinhitastigs
grunnatriðum varmafræðinnar sem þarf til að fjalla um varmaskipti og fasabreytingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um hreyfingu í fleti
gera grein fyrir atlagi og skriðþunga
útskýra einfalda sveifluhreyfingu
fjalla um bylgjur í fleti
reikna jafnvægi
gera grein fyrir aflfræði snúnings
beita gaslögmáli við lausn einfaldra verkefna
leysa verkefni sem varða þrýsting
útskýra hita og hitamæla
útskýra kvikfræði gassameinda
reikna dæmi úr varmafræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni úr þeim efnisþáttum sem teknir eru fyrir
gera verklegar tilraunir úr efninu, skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.