Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1478095494.66

    Nútímaeðlisfræði
    EÐLI4NU05(MA)
    1
    eðlisfræði
    Nútímaeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    MA
    Efni áfangans er nútímaeðlisfræði, en það er sú eðlisfræði sem þróaðist upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öldinni. Fjallað er um takmörkuðu afstæðiskenninguna og upphaf skammtafræði, atómfræði og kjarneðlisfræði. Helstu efnisatriði eru samtímahugtakið, tímalenging og lengdarstytting, atómlíkön, ljósrafhrif, geislavirkni og kjarnalíkön. Lögð er áhersla á verklegar æfingar úr efni áfangans.
    EÐLI3RA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu tregðukerfi og viti í hverju afstæðislögmál Galíleós felst
    • forsendum Einsteins fyrir takmörkuðu afstæðiskenningunni og geri sér grein fyrir helstu afleiðingum þeirra fyrir skilning okkar á tíma og rúmi
    • mikilvægi tilraunar Michelsons og Morleys
    • hnitajöfnum Lorentz og beitingu þeirra við einfalda reikninga
    • sambandi massa og orku samkvæmt afstæðiskenningunni
    • sambandi rafsviðs og segulsviðs í afstæðiskenningu Einsteins
    • klassískri eðlisfræði við að útskýra svarthlutargeislun og ljósröfun
    • skömmtun rafsegulorku og Plancks lögmáli
    • ljóseindakenningu Einsteins og hvernig hún útskýrir fyrirbæri eins og ljósröfun
    • sambandi bylgjulengdar og skriðþunga ljóseinda
    • atómum og agnabylgjum
    • atómkenningu Bohrs og hugmyndum de-Broglies um agnabylgjur
    • litrófi atóma og sögu hugmynda um gerð atómsins
    • kenningum um orkuþrep og litróf vetnis
    • mikilvægi líkinda í skammtafræði
    • óvissulögmáli Heisenbergs
    • skammtafræði
    • bylgjujöfnu Schrödingers og lausnum hennar í einföldum tilfellum
    • skammtalíkaninu af vetnisatómi og uppbyggingu lotukerfisins
    • gerð atómkjarnans og um krafta þá sem þar eru að verki
    • bindiorku og massarýrnun atómkjarnans
    • hinum ýmsu tegundum geislavirkni
    • nýtingu kjarnorkunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera grein fyrir afstæðiskenningunni
    • fjalla um skömmtun rafsegulorku
    • leysa einfaldari verkefni í skammtafræði
    • útskýra atóm og agnabylgjur
    • gera grein fyrir undirstöðuatriðum kjarneðlisfræðinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni úr þeim efnisþáttum sem teknir eru fyrir
    • gera verklegar tilraunir úr efninu og skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.