Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1478096625.16

    Almenn efnafræði 1
    EFNA2AA04(MA)
    14
    efnafræði
    byrjunaráfangi í efnafræði á náttúrufræðibraut
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    MA
    Áfanganum er ætlað að veita grunnþekkingu í efnafræði. Fjallað er um hugtakið efni og eðliseiginleika þess, mælingar og meðferð talna m.t.t. markverðra stafa, samsetningu atóma og læsi á lotukerfið og ólíkar gerðir efnatengja m.t.t. samsetningu þeirra og nafnakerfa. Farið er í helstu gerðir ólíkra efnahvarfa, læsi á efnajöfnur og tengsl þeirra við magnbundna útreikninga, hugtökin mól og styrkir efna í lausnum. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindir efnisþættir eru fléttaðir saman. Nokkur áhersla er lögð á framkvæmd verklegra æfinga sem tengjast efninu.
    LÆSI2NÁ10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum efni, efnablanda og ástand efna
    • eðlisfræðilegum eiginleikum efna
    • mælingum í efnafræði, meðferð talna og markverðum stöfum talna
    • hugtökunum orka, varmi og eðlismassi
    • hugtökunum atóm, frumefni, efnasamband, öreindir, samsætur og atómmassi
    • rafeindahýsingu frumefna, röðun rafeinda á undirhvolf, gildisrafeindum og áttureglu
    • hleðslu jóna og algengra fjölatóma jóna, jónískum tengjum og nafnakerfi jónaefna
    • myndun samgildra tengja
    • nafngiftarreglum einfaldra ólífrænna efna
    • sameindarformúlum, gerð Lewis mynda og lögun sameindaefna
    • rafneikvæðni og skautun sameinda
    • stillingu efnajafna og hagnýtingu þeirra í magnútreikningum
    • hugtökunum formúlumassi, mól og mólmassi
    • tölu Avogadrosar og tengslum hennar við hugtakið mól
    • tengslum atómmassaeiningar og móls
    • fellingarhvörfum og leysni jónaefna í vatnslausnum
    • sýru-basa hlutleysnihvörfum og skilgreiningu á sýrum og bösum
    • oxun-afoxunarhvörfum, oxunartölum og reglum sem að þeim lúta
    • ástandi efna og fasabreytingum
    • lausnum og hugtökum tengdum þeim s.s. leysir, leyst efni og felling
    • reglunni „líkur leysir líkan“
    • sterkum og veikum rafkleyfum
    • sýrum, bösum, pH og tengdum hugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina milli og skilgreina ólík efnafræðihugtök
    • beita mælistærðum, einingum og markverðum tölustöfum
    • umreikna milli móla og annarra magnbundinna eininga
    • beita hlutfallsreikningum efna í lausnum og efnahvörfum
    • rita nettó jónajöfnum
    • reikna dæmi tengd ofangreindum hugtökum í efnafræði
    • gera sér góða grein fyrir hugtakanotkun í efnafræði
    • rita skýrslur um framkvæmd verklegra æfinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
    • beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna og setja fram niðurstöður sínar með óvissu og markverðum hætti
    • geta hagnýtt sér efnafræðilega þekkingu við framkvæmd verklegra æfinga í efnafræði
    • skilja mikilvægi efnafræði í raunvísindum og geti unnið af öryggi og sjálfstæði og beitt röksemdarfærslu á efni tengd grunnefnafræði
    • stunda áframhaldandi nám í efnafræði
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá