Nemendur læri að undirbúa og sjóða TIG-suðu á stál og ryðfrítt stál með gegnumsuðu í 1 – 3mm plötu í suðustöðunum PA, PC og PF, í gæðaflokki C samkvæmt ÍST EN 25 817. Þeir læri að sjóða rör í láréttir og lóðréttri suðustöðu og þekki notkun bakgass. Nemendur geti skipulagt suðuverkefni með kröfum um gæði, öryggi og umhverfisþætti. Nemendur geti soðið eftir suðuferilslýsingum.
MLSU1RS03, MLSU1LS03 og MLSU2MI03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
suðubúnaði
gasi og gastegundum sem notaðar eru við suðu á ryðfríu stáli
hlutverk hlífðargassins og réttri stillingu þess
mismunandi gerðum rafskauta
yfirborðshreinsun fyrir og eftir suðu
öryggismálum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stilla suðubúnað þannig að hann henti efni og fasi
velja vír eftir efni og fasi
velja skaut, hulsu og stilla gasflæði eftir efni og straum
sjóða í mismunandi suðustöðum
nota suðuferilslýsingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjóða saman vinnslustykki með mismunandi þykkt og fasviki