Fjallað er um grundvallarhugtök og lögmál í rafmagnsfræði. Hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka eru kynnt. Fengisr er við lögmál, hugtök og grundvallaratriði með verklegum æfingum. Mismunandi spennugjafar verða teknir fyrir og helstu merkingar og tákn. Farið er yfir helstu hættur sem fylgja rafmagni og varúðarráðstafanir gagnvart þeim.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Ohms lögmálinu
helstu hugtökum rafmagnsfræðinnar
Kirchoffs lögmálinu
lögmáli afls og orku
fjölsviðsmælum til sönnunar á útreikningum rafmagnsrása
straum, spennu og viðnámi í rað- og hliðtengdum rásum
hættum er fylgja rafmagni og varnarráðstöfunum gagnvart þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
umgangast fjölsviðsmæla
tengja einfaldar rafmagnsrásir
nota formúlur við út reiknað á straum, spennu og viðnám
umgangast spennugjafa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
reikna út og leysa verkefni um straum, spennu, viðnám og afl í rafmagnsrásum
meta ástand rafhlaða og hirða um þær
tengja fjölsviðsmæla í rafrásir til að mæla straum, spennu og viðnám
teikna upp rafrásir og spennugjafa og útskýra í skýrsluformi mismunandi straum, spennu og viðnám út frá tengingum
umgangast rafkerfi af öryggi og með viðeigandi vaúðarráðstöfunum gagnvart mögulegri hættu