Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1482336217.64

    Vélfræði 2
    VÉLF2OR05
    1
    Vélfræði
    Vélfræði 2
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra um hvernig orka í eldsneyti breytist m.a, í hreyfiorku og varmaorku og hvernig hún nýtist til að knýja skipið áfram. Þeir læra um grunnþætti gufukatla og eim framleiðslu. Nemendur læra að útleiða formúlur sem koma fyrir í námsefninu, útskýra gildi breytnanna í formúlunum og beita þeim á viðeigandi hátt við lausn verkefna.
    VÉLF1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Sankey línuriti, hlutverki þess og notkun
    • umbreytingar á orku við notkun brunavéla og varmajöfnuði
    • nýtingu orku í brunavélum og nýtingu orku við að knýja skip áfram
    • mótstöðu skipa í sjó og olíunotkun
    • hvernig haga skuli vali á vélar- og skrúfustærð til að skip nái tilteknum ganghraða
    • sveigju skipsskrúfu, skrikun hennar, skrúfulínuriti, afkastalínuriti
    • neðra og efra varmagildi olíu og aðferðum við mælingu varmagildisfullkomnum bruna og orsökum ófullkomins bruna
    • eldsneytisnotkun bulluvéla og orkudreifingu
    • fræðilegri loftþörf, loftaukatölu og raunverulegri loftþörf brunavéla og katla
    • notkun eims við aflfærslu, notkun á eimtöflum, myndunarvarma og nýtni katla.
    • aflþörf dælukerfa og dælna
    • kennilínu miðflóttaaflsdælu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera grein fyrir fjölbreyttum vélfræðilegum viðfangsefnum með notkun stærðfræði
    • nota mismunandi vélfræðilegar mælieiningar við útreikninga
    • reikna út aflþörf og orkunotkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útleiða formúlur sem fyrir koma í námsefninu, útskýra gildi breytanna í formúlunni og geta beitt þeim við lausn verkefna. Þessi verkefni geta verið í ýmsum verklegum áföngum, t.d. við bilanagreiningu og í daglegum störfum vélstjóra
    • gera tillögur varðandi val á vélum, kötlum og ýmsum vélbúnaði skipa
    Bóklegt og verklegt