Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486720513.34

    Fjármálalæsi
    FJÁR2FL05
    3
    fjármálalæsi
    fjármál, læsi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er nemendum kynnt nokkur helstu grunnatriði sem varða fjármál einstaklinga í íslensku þjóðfélagi. Markmið áfangans er að nemendur læri hugtök tengd fjármálum sem nýtast einstaklingum í íslensku samfélagi og geta gagnast þeim í daglegu lífi. Viðfangsefni áfangans eru fjármál einstaklingsins. Farið er í þau grunnatriði sem allir þurfa að kunna skil á í fjármálum svo sem sparnað, bókhald, lán, skatta, lífeyri og fleira. Einnig verður farið í réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið yfir nokkur hugtök hagfræðinnar sem einstaklingar þurfa að kunna til þess að skilja efnahagsumræðuna sem og hlutverk einstaklingsábyrgðar í fjármálum og viðskiptum. Nokkur lykilhugtök áfangans eru: Vinnumarkaður, stéttarfélag, launþegi, verktaki, orlof, kjarasamningar, vextir, verðbólga, verðtrygging, fasteignalán, lífeyrisréttindi, heimilisbókhald, skattar, sparnaður, bílalán, námslán, gengi gjaldmiðla, framboð, eftirspurn, markaður. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni sem tengjast efnahagsþróun á Íslandi í dag og taka þátt í umræðum sem tengjast fjármálum. Kennsluaðferðir miða að auknu sjálfstæði og ábyrgð nemenda á eigin námi. Töluvert er um hópverkefni og verkefni sem tengjast atvinnulífi. Áhersla er lögð á að nemendur geti hagnýtt sér Netið til öflunar tölulegra upplýsinga.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu réttindum og skyldum launþega annars vegar og verktaka hins vegar
    • lífeyrisréttindum
    • viðbótarlífeyrissparnaði
    • skattgreiðslum
    • heimilisbókhaldi
    • skatttekjum ríkisins og útgjöldum
    • kostnaði við rekstur unglings
    • góðum venjum í fjármálum einstaklinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera skattskýrslu
    • reikna út vaxtagreiðslur af lánum
    • færa heimilisbókhald
    • setja fjárhagsupplýsingar fram á myndrænan hátt í Excel
    • setja sér markmið í fjármálum og skoða hvernig tekst að ná þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa, greina og fjalla um fjármál og þá fjárhagslegu þætti sem farið er í.
    Verkefni, ritgerðir og stuttar kannanir og skyndipróf.