Farið yfir gerð rása, íhluti (hálfleiðara, viðnám, þétta, spólur) og virkni þeirra. Farið yfir raftæki ökutækja sem starfa á einhvern hátt með púlsandi straumi. Skoðað samspil þeirra gilda sem skipta máli varðandi gerð straum- og spennupúlsa og tímastillinga. Gerðir útreikningar og æfingar í meðferð sveiflusjár. Áhersla á að nemendur kunni nægileg skil á undirstöðu rafmagnsfræðinnar til að geta unnið með íhluti og tæki. Farið yfir díóður, zener-díóður, spennustilla, transistora, thyristora og rafeindaviðnáma (NTC-PTC). Skoðuð gerð og virkni rökrásahliða (aðgerðamagnara) í einföldum rásum og samsettum rásum. Gerðir útreikningar og æfingar í gerð einfaldra rása með tilvísan í ökutæki. Farið yfir vinnubrögð og notkun verkfæra sem þarf til að gera rafeindarásir. Gerðar tilraunir og æfingar á verkefnabretti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum rafmagnsfræðinnar
nöfnum og virkni algengra íhluta í rafeindarásum
raftækjum ökutækja sem starfa á einhvern hátt með púlsandi straumi
helstu torleiðurum, gerð þeirra, virkni og notagildi í rafbúnaði ökutækja gerð og virkni rökrásahliða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna helstu gildi í tímastilltum rásum
tengja sveiflusjá við rás og sýna púlsa rásarinnar
nota sveiflusjá við skoðun einfaldra rafeindarása
reikna út eiginleika torleiðara
setja saman einfaldar rafeindarásir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lýsa virkni tímastilltra rása (RL- og RC-rásir) og hugtökum sem gilda um púlsa í rafrásum
lýsa einföldum rafeindarásum í rafbúnaði ökutækja
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.