Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486905511.87

    Tjónamat
    BVTM4TM03
    2
    Tjónamat
    tjónamat
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    AV
    Nemandinn öðlist þekkingu og færni í greiningu á orsökum og afleiðingum slysa í umferðinni. Nemandinn öðlist færni í skoðun og framsetningu á ýtarlegri skýrslu um tjón á ökutæki, þar sem rannsókn leiðir einnig í ljós orsök áverka út frá afleiðingum. Verkleg æfing og skýrslugerð. Fjallað um mat á skemmdum á ökutæki eða öðru tilefni til viðgerða. Farið í notkun tjónamatskerfisins CABAS. Gerðar verklegar æfingar í notkun einingakerfis. Gerð kostnaðarútreikninga. Gerðar tímaáætlanir vinnuþátta. Útreikningar vegna tjónamats og verkáætlana. Áhersla á að matsmenn tileinki sér ábyrgð, nákvæmni og hlutlægni í starfi og hafi góða yfirsýn yfir verkefnið. Við mat sé þess gætt að fara eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tjónamatskerfum sem notuð er í greiningu almennra tjóna
    • eðli og skyldum matsmanna við gerð tjónamats
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera tjónamat á ökutæki ásamt skýrslugerð og framsetningu tjónaskoðana
    • gera kostnaðarútreikninga og tímaáætlanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma ítarlega skoðun á tjóni sem orðið hefur á ökutæki
    • meta ástand einstakra hluta eða kerfa sem eru skemmd eða hafa hugsanlega skemmst
    • meta og bera saman íhluti og efnavörur sem tengjast viðkomandi matsverkefni
    • útskýra það sem fram kemur í tjónamatsskýrslu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.