Fjallað er um almennar kröfur og kröfur framleiðenda um viðgerðatækni. Farið er yfir verkfæri og tæki sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð. Skoðun og mæling á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur. Verkefni um ákvörðun ventlatíma.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
reglum sem gilda um hreinlæti og skipulag vinnu við vélbúnað hreyfla
almennum kröfum og kröfum framleiðenda um viðgerðatækni
verkfærum og tækjum sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð
skoðun og mælingu á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mæla og meta ástand hreyfilbúnaðar
yfirfara kerfi sem tengjast hreyflinum: kælikerfi, loftinntakskerfi og útblásturskerfi
taka strokklok af hreyfli og setja það á aftur samkvæmt fyrirmælum framleiðanda
yfirfara ventlabúnað og gera nauðsynlegar athuganir og viðgerðir þessa búnaðar og setja íhluti hans aftur í hreyfilinn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipta um legur og þétti á sveifarási
skipta um íhluti hreyfla
skoða og stilla ventlatíma
skipta um slífar og stimpla í dísilhreyfli (og ottóhreyfli) og gera þær mælingar og stillingar sem þar eiga við
gera mælingar og athuganir sem við á til mats á ástandi sveifarbúnaðar hreyfla
gera við vélbúnað brunahreyfla (ottó og dísil): dælur, kæla, síur, greinar, röralagnir o.fl. þ.h.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.