Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487083337.55

    Útivist
    ÍÞRG1ÚT03
    1
    íþróttagrein
    útivist
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Í áfanganum er lögð áhersla á útivist, líkams- og heilsurækt. Áfanginn er bóklegur og verklegur og nemendur læra ýmislegt varðandi undirbúning og aðferðir til útivistar. Nemendur fara í gönguferðir þar sem ýmis verkefni eru leyst. Svo er ein stór ferð áætluð þar sem nemendur fara í skálaferð. Farið er ítarlega í undirbúning slíkrar ferðar ,þ.á.m. meðferð búnaðar og matar. Einnig fá nemendur tækifæri til að kynnast öðrum möguleikum útivistar, s.s. að útbúa ratleik og aðra leiki.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi útivistar fyrir líkama og sál
    • hugtakinu útivist og öðrum hugtökum sem tengjast því
    • skipulagningu og undirbúningi gönguferðar í náttúru Íslands
    • hlutverki leiðsögumanns og gildi góðrar leiðsagnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa og skipuleggja gönguferðir
    • meta eigin getu og styrk til fjölbreyttrar útivistar
    • skipuleggja leiki og nýta frítíma til útivistar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja atburð/viðburð fyrir hópa
    • lesa í landslag og meta öryggi við útivist
    • átta sig á ólíkri getu einstaklinga í hóp
    • skilja hlutverk leiðsögumanns og fjölbreytt starf hans
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.