Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487162104.02

    Geðheilbrigði
    SÁLF3GH05
    15
    sálfræði
    Geðsálarfræði og geðheilbrigði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um geðheilsu og geðræn vandamál. Fjallað er um almennt geðheilbrigði og geðrækt bæði út frá sálfræðilegum kenningum og læknisfræðilega líkaninu. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andlegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Nemendur kynnast leiðum til að verjast streitu og taka á afleiðingum hennar. Einnig er fjallað um ýmsar geðraskanir og helstu meðferðarúrræði við þeim. Nemendur afla sér upplýsinga um geðheilsugæslu og þá meðferð sem er í boði á Íslandi. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist skilning á geðheilsu, geðrækt og eðli geðraskana svo þeir skilji hvernig þeir geta tekið ábyrgð á eigin geðheilbrigði.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu geðröskunum, ásamt orsökum og meðferðarúrræðum
    • hvað sé góð geðheilsa og hvernig maður geti lagt sitt af mörkum til að öðlast hana
    • helstu stefnum innan sálfræðinnar og geti borið þær saman við liffræðina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta rætt um geðraskanir af skilningi og virðingu
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
    • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
    • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    • geta tekið þátt í rökræðum um málefni sem tengjast sálfræðinni.