Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487167947.2

    Myndlist
    NÝSK2MY05
    8
    nýsköpun
    Myndlist, fallmyndun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður lögð áhersla á teikningar unnar með viðarkolum og blýanti. Einnig á endurnýtingu efnis í listum, teikningalestur og fallmyndun í grunnteikningu. Nemandinn þjálfi sig í að skoða, greina og meta fyrirmyndir sínar á kerfisbundinn og rökrænan hátt. Þjálfist í að nota hjálpargögn, svo sem neikvæð form, lóðlínu og hjálparlínur, til að bera saman stærðarhlutföll. Alhliða þjálfun í teikningu og rannsókn á gildi og tjáningarmöguleikum línuteikningar. Nemandinn þjálfist í að meta hluti frá formi, lit og áferð og geti með því endurnýtt ólík og ótengd efni í listaverk. Áhersla lögð á að nemendur þjálfist í að leggja mat á vinnu sína og annarra. Nemendur eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar og samhliða vinnu í tíma er ætlast til þess að þeir haldi skissubók þar sem þeir vinna og þróa hugmyndir sínar frá því sem gert er í tímum.
    Sjónlist 1
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Möguleikum viðarkola og blýants í teikningu
    • Tjáningarmöguleikum línuteikningar
    • Þýðingu neikvæðra forma
    • Hvernig hægt er að nota mælingaraðferðir og hjálparlínur til að leggja mat á stærðarhlutföll
    • Möguleikum endurnýtingu efnis í listum
    • Einföldum fallmyndum
    • Einföldum grunnteikningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með blýants- og kolateikningar
    • Nota hjálpargögn í teikningu
    • Teikna mismunandi hluti í réttum hlutföllum
    • Sjá möguleika með endurnýtingu efnis í listum
    • Teikna einfaldar fallmyndir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta hluti út frá formi, lit og áferð
    • Bera saman hugmyndir sínar og samhliða teikningu
    • Lesa og vinna með einfaldar grunnteikningar
    • Greina og meta fyrirmyndir sínar á kerfisbundinn og rökrænan hátt ræða um og leggja mat á vinnu sína og annarra