Í áfanganum vinnur nemandinn undir handleiðslu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnun. Nemandinn öðlast hæfni og sjálfstæði í störfum sjúkraliða og við lok námsins skal nemandinn búa yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til þess að vinna hjúkrunar- og umönnunarstörf á faglegan hátt. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Nemandinn skal áður en hann fer í starfsþjálfun fá samþykki skóla fyrir námsstaðnum og skrifa undir námssamning ásamt fulltrúa skóla og ábyrgðaraðila á námsstað. Starfsþjálfunin er í 5 vikur, miðað við 40 stunda vinnuviku. Nemandinn skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
faglegum grunni hjúkrunarstarfa
mikilvægi samskipta og samvinnu í störfum sjúkraliða
vinnuumhverfi og starfssviði sjúkraliða
siðareglum sjúkraliða
lögum og reglugerðum sem tengjast störfum sjúkraliða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita faglegum vinnubrögðum í sjúkraliðastarfinu
taka þátt í þverfaglegu samstarfi
starfa eftir siðareglum, sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umburðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
vinna eftir gæðaviðmiðum heilbrigðisstofnana
beita hjúkrunarmeðferðum samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
beita innsæi, gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
yfirfæra og samþætta fræðilega þekkingu að sjúkraliðastarfinu
vinna sjálfstætt og bregðast við margvíslegum aðstæðum í sjúkraliðastarfinu
rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framkvæmir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
sýna hæfni í samskiptum við ólíka einstaklinga með ólíkar þarfir
tileinka sér nýjungar og þróa sig í starfi
nýta samskiptahæfni við margvíslegar aðstæður
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.