Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487414938.24

    Stýri - fjöðrun - loftfjöðrun
    BVSF3SL01
    9
    Stýri - fjöðrun
    Stýri, fjöðrun, loftfjöðrun
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Farið yfir loftfjöðrunarkerfi í smáum og stórum ökutækjum: framleiðslukerfi, loftbelgi, loft- og segulloka, þungaskynjunar- og hæðarstilliloka og höggdeyfa. Skoðun og skipti á loftfjöðrunarbelg. Stillingar á hæðarstilliloka. Handvirk hæðarstilling yfirfarin. Heildarskoðanir á undirvagni, þ.e. stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaði ökutækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu loftfjöðrunarkerfa í ökutækjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • prófa loftfjöðrunarkerfi og íhluti þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera stillingar og viðgerðir á loftfjöðrunarkerfum
    Verklegt mat; nemandinn lýsir loftfjöðrunarkerfum og nefnir íhluti, bendir á þá og lýsir gerð og virkni. Hann gerir prófanir á loftfjöðrunarkerfum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.