Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487432416.03

    Hreyflar - eldsneytisinnsprautun - kveikikerfi
    BVHR3EK02
    10
    Hreyflar í ökutækjum
    Hreyflar, eldsneytisinnsprautun, kveikikerfi
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Gerður er samanburður á eldsneyti ökutækj s.s. metan, bensín og fjölblendiökutækja. Farið er yfir helstu gerðir innsprautunarkerfa ottóhreyfla, vélræn og rafræn, einspíssa og fjölspíssa. Farið er yfir brunaferil í hreyfli og samband kveikitíma annars vegar og álags og snúningshraða hreyfils hins vegar. Einnig spennuþörf til íkveikju. Gerðar eru mælingar á fæði- og kerfisþrýstingi eldsneytis. Farið yfir kerfisþrýsting ýmissa kerfa. Skoðuð eru kveikikerfi, þ.e. snertustýrt háspennukefli og rafeindastýrt háspennukefli (span-skynjarar og Hall-skynjarar). Þjálfuð er notkun mæli- og prófunartækjanna sveiflusjár, afgasgreinis og skanna. Farið er yfir samvirkni ýmissa þátta í vinnu brunahreyfla ásamt virkni og prófun skynjara. Áhersla er lögð á varúð í umgengni við kveikibúnað vegna hárrar spennu, íkveikihættu og slysahættu. Farið yfir reglugerðir fyrir ökutæki sem nýta óhefðbundið eldsneyti.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mæliatriðum sem varða innsprautunar-og kveikikerfi
    • gangverki hreyfils með innsprautunar-og kveikikerfi
    • íkveikihættu vegna eldsneytis og eitrunarhættu af útblástursgasi
    • mæli- og prófunartækjum: þrýstimælum, fjölsviðsmælum, sveiflusjá, afgasgreini og skanna
    • hættum af háþrýstibúnaði eldsneytiskerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • prófa og skipta um eldsneytisspíssa og/eða hreinsað þá
    • mæla fæði- og kerfisþrýstingi í eldsneytiskerfi
    • sækja bilanakóða í tölvu hreyfils með prófunartæki
    • afgasmæla útblástur frá hreyfli bifreiða
    • skipta um rekstrarhluti í kveikikerfi, s.s. kveikikerti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa gerð og virkni helstu gerða eldsneytiskerfa ottóhreyfla
    • lýsa gerð og virkni helstu gerða kveikikerfa ottóhreyfla
    • benda á helstu íhluti og lýst hlutverki þeirra
    • lýsa virkni metankerfis ökutækja
    • skipta um íhluti innsprautunar-og kveikikerfis hreyfla
    • lýsa virkni hreinsibúnaðar hreyfla, útblásturshvarfakúti, loftræstingu sveifarhúss og eldsneytisgeymis
    Verklegt mat; nemandinn bendir á og lýsir kerfum og búnaði sem áfanginn spannar. Hann sýnir að hann getur beitt þeim mælitækjum og prófunarbúnaði sem varða áfangann. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um vélfræðilega þætti áfangans og um líkamlegar hættur og mengunarhættu umhverfis.