Að nemendur búi yfir færni og þekkingu til þess að geta unnið með hin ýmsu efni sem þekkjast innan hönnunar, meðal annars; leir, gifs, vír, pappa, latex og ýmis önnur efni sem komavið sögu hönnunar. Þekkja helstu galla og kosti þess við hönnun á hinum ýmsu viðfangsefnum. Geta notfært sér þau við útfærslur á vinnu þeirra í áfanganum sem og í framtíðinni, þar á meðal tenging við önnur efni. Farið verður yfir hvernig hægt er að nota hin ýmsu efni í umhverfinu og endurnýta þau.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu efnistegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
Kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
Þekkingu á algengum samsetningum á timbri
Getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
Aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun sorps
Hvernig hægt er nýta hin ólíklegustu efni til endurvinnlsu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina kosti og galla hina ýmsu efna
Geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmynd
Bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
Velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta komið hugmynd sinni á framfæri með því að búa til hin ýmsu líkön úr mismunandi efnum
Greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mælt fyrir um aðgerðir til endurbóta
Geta notfært sér nær umhverfi sitt til efnisvals í verkefni sín
Skrifleg skýrsla um hvert verkefni og verkefnaskil.
Einnig verður tekið til mats:
• Frumkvæði, frumleg hönnun
• Vinnusemi
• Frágangur, umgangur um vélar og verkstæði sem og tillitsemi við kennara og aðra nemendur
• Vandvirkni og handbragð nemandans við vinnu sína