Í áfanganum er lagður grunnur að þekkingu nemenda á eðlisfræðilegum lögmálum. Á meðal viðfangsefna eru: Vektorútreikningur, hraði, hröðun, kasthreyfing, gröf af hreyfingu og túlkun þeirra, fallhreyfing, kraft- og þyngdarlögmál Newtons og tregðulögmálið, aflfræði, kraftvægi
jafnvægi og áhrif núningskrafta, samband vinnu og ýmissa orkuforma, orka og varðveisla hennar, hiti og hreyfing efniseinda, hitamælar, hitaþensla og varmaskipti.
Verklegi þátturinn er æfður í öðrum greinum (s.s. kælitækni, stýritækni, véltækni).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
útreikningum vektora
á gröfum fyrir hreyfingu
lögmálum Newtons
aflfræði, jafnvægi, kraftvægi og núningi
vinnu og afli
hitamælum, hitaþenslu og varmaskiptum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa útreikninga á vektorum, og aflfræði
úskýra jafnvægi, kraftvægi og núning
útskýra og reikna út afl og vinnu
útskýra þenslu í vökvum og föstum efnum
útskýra hvernig þyngdarpunktur færist til í efnum við vinnslu þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja upp og vinna með vektora og afl
vinna með jafnvægi og kraftvægi hluta út frá eigin þyngd og viðbótarkröftum
koma í veg fyrir skemmdir á búnaði vegna þenslu hluta og vökva