Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488466058.89

    Mekatronik 2
    MEKV1ST03(AV)
    2
    Mekatronik
    bolean, hlið og stafrænar rásir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Í þessum áfanga er unnið áfram með hlið og talnakerfi sem notuð eru við stafrænar rásir. Nemendur læra að breyta tölum á milli þessara talnakerfa og læra einfaldar reikniaðferðir í tvíundakerfi. Lögð er áhersla á að þeir læri að nota sannleikstöflur til að skilgreina virkni rökrása og læri rithátt og uppsetningu á bólskum jöfnum (Boolean algebra) til að skilgreina virkni rökrása og hvernig má einfalda þær með hjálp Karnaughkorta. Farið er í teiknistaðla sem notaðir eru í rökrásateikningum og teiknaðar og prófaðar rásir í hermiforriti. Lögð er áhersla á verklegar æfingar og verkefnavinnu þar sem viðfangsefni eru brotin til mergjar, rásir tengdar, prófaðar og mældar og gerð samantekt á niðurstöðum. Einnig er lögð áhersla á notkun mælitækja til að finna tengivillur og bilanir ásamt prófunum í hermiforriti. Tölvutækni er notuð við verkefnavinnu og skýrslugerð. Nemendur læra að nota miðlæga þjónustuveitu og kynnast mikilvægi útgáfustýringar.
    MEKV1TN03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun bólskrar algebru og sannleikstaflna við skilgreiningu á virkni rökrása
    • notkun Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum
    • miðlægri þjónustuveitu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota Karnaugh-kort til einföldunar á rökrásum
    • skilgreina einfaldar rökrásir með bólskri algebru
    • vinna með skjöl í miðlægri þjónustuveitu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast stafrænt læsi sem felst í að skilja virkni helstu rökrása
    • hanna rökrás út frá skilyrtri virkni
    • nýta miðlæga þjónustuveitu við frágang verkefna
    • búa til myndskreytta skýrslu samkvæmt staðli
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.